22 milljónir á dag ... alla daga ársins

Meirihluti borgarstjórnar íReykjavík felldi nýlega tillögu mína um lægri skatta áatvinnuhúsnæði. Skattar og gjöld borgarinnar eru flest ílögbundnu hámarki. Samt hækkuðu skuldir ásíðasta kjörtímabili um 36 milljarða eða tæp 60%. Nýr meirihluti siglir áhyggjulaus sömu leið,  þvískuldir borgarsjóðs hafa vaxiðum 650 milljónir ámánuði frááramótum, eða um rúmar 22 milljónir áhverjum einasta degi þaðsem af er ári. Þrátt fyrir mikla árlega tekjuaukningu aukast útgjöldin enn hraðar og þeir sjásem vilja, aðrekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. 

Óbein skattheimta

Hinir fjölmörgu og stóru tekjustofnar duga samt ekki borginni. Ístaðþess aðlækka gjaldskráOrkuveitu Reykjavíkur og rýmkaþar meðfjárráðborgarbúa er áætlaðaðborgin greiði sér 14 milljarða króna íarðánæstu fjórum árum. Gjaldskrárhækkanir fyrri ára eru meðóbeinum hætti orðnar tekjustofn borgarinnar.

Eru þáótaldir íþyngjandi eignaskattar sem hækka leiguverðog minnka áhuga fyrirtækja og fólksáaðbúa og starfa íborginni. Hækkun eignaverðs skilar sér þvímiður ekki sjálfkrafa íveski borgarbúa ílok mánaðar.

Toppurinn á ísjakanum?

Nálgun Reykjavíkurborgarætti aðvera aðskilgreina lögbundin verkefni sín, kostnaðargreina þau og afla síðanþeirra tekna sem til þarf. Meirihlutinn íborginni snýr þessu alveg áhaus. Spáðer hversu mikiðskattgreiðslur borgarbúa og fyrirtækja aukast og hversu mikiðmáauka skuldir. Þeim fjármunum er síðan ráðstafaðíverkefni sem sátt ríkir um en ekki síður hin, sem alls engin sátt ríkir um. Nokkur þeirra hafa veriðíumræðunni síðustu vikur en skyldu þau vera fleiri? 

Nauðsynlegt er aðtryggja aðumsvif borgarinnar fari ekki úr böndunum. Fylgjast þarf meðaðgrunnþjónustu sésinnt vel en fjármunum ekki ráðstafaðóvarlega. Þannig mætti sleppa ýmsum fasteignaverkefnum og spara umtalsverða fjármuni. Viðhöfum upplifaðgóðæri síðustuár. En þessiósjálfbæra útgjalda- og skuldaaukning kemur íbakiðáborgarbúumþegar hægiráhagkerfinu. 

Skattheimtu verður aðstilla íhóf svo fólk haldi eftir þeim fjármunum sem ekki er brýn þörf áísamneysluna. Núþegar hillir undir samdrátt íhagkerfinu eru skattalækkanir besta kjarabótin, þvífáir fara betur meðskattféen greiðendur þess.

Birtist í fréttablaðinu 25.10.2018