Katrín Atladóttir er gift Sveini Friðrik Sveinssyni og búa þau í Laugardalnum ásamt börnum sínum tveimur, Atla og Kötlu. Hún skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Hún lauk B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og M.Sc. í Hugbúnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet árið 2005. Hún hefur starfað síðustu 9 árin við tölvuleikjaþróun hjá CCP.

Katrín á að baki farsælan feril í badminton, 7 Íslandsmeistaratitla og fjölda landsleikja. Í dag finnst henni skemmtilegast að leika sér í tennis og hjóla, helst á fjallahjóli.

Katrín skipaði 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður til Alþingiskosninga árið 2016 og það 6. til kosninganna 2016.

 

Twitter: @katrinat
Instagram: @katrinis
Facebook: @katrin.is